Stórskrítin saga….eiginlega ótrúleg

Sagan af mæðgunum Dee Dee og Gipsy Blanchard er lyginni líkust. En í stórum dráttum var líf þeirra ein svikamylla. Móðirin eitraði fyrir dóttur sinni með allskyns lyfjum og taldi hana og alla aðra á það að hún væri langveik og þyrfti stanslausa umönnun. Það var kannski ekki erfitt að trúa því þar sem dóttirin bar þess augljós merki. Hún var lítil, barnaleg, skrækróma, gat ekki gengið, var búin að missa hár og tennur.

EN allir þessir kvillar voru afleiðingar af lyfjainntökunni sem móðir hennar stóð fyrir í bland við hreina lyga. Hún gat t.d. alveg gengið en þóttist þurfa að fara allar sínar leiðir í hjólastól. Eins og sést á myndbandinu hér að neðan lítur dóttirin út fyrir að eiga við margvíslega sjúkdóma að etja.

Mæðgurnar fengu meira að segja hús gefins eftir að þær misstu allt sitt í fellibylnum Katrina, en það var auðvitað lygi eins og allt annað. Þetta hús var sérstaklega byggt með hjólastólanotkun Gipsy í huga og nuddpotti og fleiru til að lina þjáningar hennar. Þetta hús var kirsuberið á toppinn á fjármálasvindli Dee Dee. Hversu sjúkt er það að nota barnið þitt svona og valda því endalausum kvölum til þess að svíkja út peninga!!

Einn daginn byrtist stöðufærsla á Facebook síðu mæðgnanna „That Bitch is dead!“ og hófst þá ótrúleg saga. Fólk fór vitanlega að hafa áhyggjur eftir að komast í raun um það að ekki hafi verið um grikk að ræða. Eftir að nágrannar kalla á lögreglu finnst mamman, Dee Dee, myrt í húsinu en Gipsy er horfin. Skiljanlega eru allir áhyggjufullir yfir þessri aumingjans langveiku stúlku sem er bundin við hjólastól.

Til að gera langa sögu stutta þá hafði Gipsy átt kærasta sem hún kynntist í gegnum netið og þau lagst á ráðin með að losa sig við mömmuna og koma Gipsy undan oki hennar.

Í þessu myndbandi sést hvernig Dee Dee lítur út þegar hún er leidd fyrir dómara og hvernig hún leit út á þeim tíma sem mæðgurnar fengu húsið gefins en það er með eindæmum hvernig manneskjan hefur breyst. En kannski ekki nema von enda var þá ekki lengur verið að fylla hana af óþarfa lyfjum, hún lét hárið sitt vaxa sem mamma hennar hafði alltaf rakað til að hún liti út fyrir að vera veik, borðaði mat og gekk upprétt!

Ef þið hafið áhuga á að lesa meira um þetta ótrúlega mál þá er svakalega góð og ítarleg grein á buzzfeed síðunni.  Hér getið þið smellt á link á þá síðu

Myndbandið er fengið af youtube veitunni.

Marcia, Marcia, Marcia

Undanfarna daga er ég búin að vera að hlusta á fyrstu þætti hlaðvarpsins „Real Crime Profile“ þar sem þáttastjórnendurnir eru að fara ítarlega í mál O.J.Simpson. Það er auðvitað með eindæmum að þetta mál hafi orðið jafn svakalega stórt og raun ber vitni OG að það hafi ekki fengist sakfelling er með öllu óskyljanlegt. Það er þó ýmislegt sem skýrist út í þessum 9 þáttum sem hlaðvarpið tekur í að fara yfir málin. Mig langaði oft að berja í borðið þegar ég var að hlusta á þetta og fékk nánari innsýn í hvað var veirð að gera og hvernig vörnin í málinu gat komist upp með ótrúlegustu hluti, meira að segja lyga, á meðan saksóknarinn var bundin af því að fara eftir lögum og reglum í einu og öllu.  Í þessum þáttum eru þau að fjalla um sjónvarpsþættina líka „The People v.s. O.J.Simpson: American Crime Story“ en þá þætti langar mig alveg svakalega til að sjá. Vonandi detta þeir inn á einhverja veituna fljótlega.

Eitt af því sem ég komst að við hlustunina er að Marcia Clark sem var saksóknarinn í þessu máli skrifaði bók (kemur nú ekki á óvart, skrifa ekki allir bók sem á annað borð lenda í sviðsljósinu á einhverjum tíma) sem kallast „Without a Doubt“. Nú langar mig virkilega mikið að lesa þá bók en ég fékk aukna virðingu fyrir þessari konu við að hlusta á hvað hún þurfti að þola og ganga í gengum á þessum 15 mánuðum sem málið stóð yfir.

Ef þið eruð að leita að skemmtilegum hlaðvarpsþáttum þá mæli ég með þáttum 7-15 í „Real Crime Profile“ þáttunum, þótt þið hafið ekki séð þættina um OJ þá gerir það ekkert til því flest öll þekkjum við þetta mál að einhverju leiti. (ég set inn kápumynd og smá upplýsingar á síðuna „Bækur“ hér á síðunni, hlekkur á síðuna )