Sveitasæla vertu ævinlega velkomin

Ahhh nú er helgin að nálgast og stefnan tekin á sumarbústað í rólegheitin. Þar verður prjónað, slakað á, bakað og án efa eins og einn eða tveir glæpaþættir látnir renna í gegn. En það er nú fátt betra en að sameina helsu áhugamálin, handavinnu og sannar glæpasagnir. Ég rakst einmitt á nýja lista yfir hlaðvarpsþætti í vikunni og þó ég sé nú þegar með þá flesta í áskriftinni minni þá eru alltaf einhverjir nýir sem laumast inn svo listinn minn lengist og lengist. Þvílíkt sem ég er glöð með það, ég veit ekki hvað ég myndi eiga að hlusta á ef ég yrði uppiskroppa með góða hlaðvarpsþætti.

Ég læt fylgja eina mynd af uppáhalds iðjum mínum, og auðvitað hlekk á listana sem ég fann. Njótið helgarinnar og aðventunnar, vonandi náið þið að sinna ykkar áhugamálum meðfram jólabrjálæðinu.

 Tvískipt mynd. Hægri myndin sýnir konu halda á rauðvínsglasi með prjónaverkefni í kjöltunni. Vinstri helmingurinn sýnir upplýsingar af hlaðvarpsþætti, texti á símaskjá um þátt úr röð Casefile þáttanna

Hlekkur á vefsíðu með  lista yfir 10 áhugaverða hlaðvarpsþætti.

Hlekkur á heimasíðu með lista yfir 8 hlaðvarpsþætti til viðbótar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s